top of page
PLAST

Plast er óhjákvæmilegur hlutur í nútímalífi og það er notað í bíla, tölvur og geimflaugar en ofnotkun mannlegs samfélags á plasti hefur hræðilegar afleiðingar á jörðina.

Þegar þú kaupir plast er mikilvægt að vita að ekki allt plast er eins og plast er mismunandi, bæði í framleiðslu og notkun.Plast sem má flokka er t.d. plastpokar, plastfilmur, bóluplast, plastbakkar, frauðplast, plastílát og brúsar. Þó að margt plast er endurvinnanlegt er betra að koma í veg fyrir plastneyslu eins mikið og hægt er því neysla á einnota umbúðum, hefur aukist töluvert. Að endurvinna plast bætir ekki upp fyrir skaða þess að hafa framleitt vöruna.

Vissir þú að…
*Til þess að framleiða 1 tonn af plasti þarf 2 tonn af olíu.
*Um 10% alls plasts endar í sjónum þar sem það mengar og veldur dauða dýra.
*Hver Íslendingur notar að meðaltali 300 plastpoka á ári.
*Í dag er 1 tonn af plasti í sjónum fyrir hver 5 tonn af fiski. Ef þessi þróun heldur áfram  verður meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050.
*Aðeins 14% plasts er safnað til endurvinnslu.

Auðveldar leiðir til þess að minnka plast notkun eru...
*Hættu að nota rör og plast lok á glös þegar þú færð þér skyndibita, það er algjörlega tilgangslaust og það endar í ruslinu eftir nokkrar mínútur.
*Notaðu fjölnota poka þegar þú verslar í matinn. Það er hægt að fá fría fjölnota poka á endurvinnslustöðum Sorpu.
*Hættu/minnkaðu tyggjó neyslu, tyggjó er búið til úr plasti og það er tilgangslaust - burstaðu frekar tennurnar.
*Ef þú tekur með þér matvæli útúr húsi er sniðugt að nota margnota nestisbox frekar en plastpoka.
*Taktu með þér vatn í brúsa eða gamalli plastflösku þegar þú ferð útúr húsi til þess að koma í veg fyrir það að þú kaupir drykk í einnota umbúðum.
*Reyndu að kaupa vörur sem eru pakkaðar í annað en plast  þegar hægt er.

bottom of page