top of page
14 LITLIR HLUTIR  SEM ÞÚ GETUR GERT TIL ÞESS AÐ VERÐA UMHVERFISVÆNNI 
  • Nota taupoka þegar þú verslar í staðinn fyrir plastpoka         (hægt að fá frían poka í Sorpu).

  • Taka upp rusl úti (sérstaklega plast) ef það er stutt í           ruslatunnu.

  • Nota sparperur og hleðslurafhlöður.

  • Nota blöð til fulls, báðar hliðar og áður þeim er hent er hægt að nota þau sem krassblöð.

  • Fara oftar á fatamarkaði og nytjamarkaði frekar en að         kaupa alltaf nýtt.

  • Nota nestisbox undir nesti í staðinn fyrir litla plastpoka.

  • Ef þú átt ungabarn er sniðugt að nota taubleyjur í staðinn     fyrir einnota bleyjur.

  • Láta föt hanga á snúru og nota þurrkara eins sjaldan og       hægt er.

  • Notfæra sér almenningssamgöngur (strætó) og hjóla oftar.

  • Reyna að minnka matarsóun.

  • Kaupa grænmeti og ávexti sem eru ekki í pakkningum og     helst ræktuð innanlands.

  • Gefa spítölum og biðstofum gömul tímarit.

  • Ekki hafa alltaf allt í sambandi. Slökktu á ljósinu þegar þú   ferð úr herberginu og ekki hafa t.d. ristavélina og                 blandarann stöðugt í sambandi 

  • Síðan er alltaf hægt að reyna að minnka neyslu á kjöti og     dýraafurðum.



 

HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA ÚR EFNUNUM

Áldósir
Það er mjög létt að endurvinna áldósir og um 75% af öllum áldósum í heiminum eru um 100 ára gamlar og enn í notkun. Flestar áldósir eru notaðar í nýjar dósir en það tekur um 100 daga að endurvinna þær og byrja að nota þær aftur.

Glerflöskur
Að framleiða nýtt gler er ekki mjög umhverfisvænt og gler eyðist ekki úti í náttúrunni. Góðu fréttirnar eru að glerflöskur er hægt að endurnýta endalaust. 

Plastflöskur
Plast eyðist í náttúrunni og þess vegna er mikilvægt að flokka allt plast en reyna líka að kaupa minna af mat og hlutum í plastumbúðum. PET flöskur (oft notaðar undir drykki) er hægt að endurnýta í t.d efni í fötum, gólfteppum og margt fleira. HDPE flöskur (notað undir t.d. hreingerningarvörur og töflubox) eru auðþekkjanlegar vegna þess að plastið í þeim er þykkara en venjulegt plast. Þær eru endurnýttar í t.d plaströr, ruslatunnur og margt fleira.

Pappaumbúðir
Pappaumbúðir eru oft fluttar til annarra landa og úr þeim er búið til pappír í munnþurrkur og bækur.

http://www.recycleeverywhere.ca/what-they-become/

PAPPÍR, PLAST OG GLER

Pappír
Pappír er lífrænt efni sem er að mestu búið til úr jurtatrefjum, t.d. viðartrefjum. Framleiðsla pappírs er afar mengandi og leiðir til mikillar skógareyðingar. Notkun á pappír er mjög mikil  í dag, sem þýðir að pappírseyðsla er líka mjög mikil. Sem betur fer eyðist pappír og hann er auðveldlega endurunnin. Mikið af pappírnum sem við notum er nú þegar endurunnin, en hinsvegar er aðeins hægt að endurvinna sama pappírinn 5 til 7 sinnum án þess að hann eyðileggjist þannig við skulum samt sem áður fara sparlega með pappír.
Vissir þú að það tekur 10 lítra af vatni til þess að framleiða 1(eitt) A4 blað?
Þú getur orðið umhverfisvænni með því að nota öll blöð báðu megin og með því að endurvinna allan pappír sem þú notar.
http://earth911.com/recycling-guide/how-to-recycle-paper/
http://www.theworldcounts.com/stories/Paper-Waste-Facts

Plast
Plast er gerviefni framleitt til margvíslegra nota, t.d. í föt, pakkningar og bíla. Plast er mjög óumhverfisvænt efni, búið til af manna völdum og tekur gríðarlega langan tíma að eyðast. Plast er  notað í allskyns hluti og margir af þeim eru því miður einnota. Ástæðan fyrir því að plast er notað í svo miklu magni  er sú að það er mjög ódýrt og auðvelt í framleiðslu, og vegna þess að það hefur mjög langan endingartíma.
Þegar plast endar í náttúrunni getur það haft mjög slæm áhrif á líf dýra í kring; þau festast  í plastpakkningum og slasast , og fuglar eru mjög gjarnir á að borða plast í trú um að það sé matur, sem leiðir oft til dauða þeirra. Það er mjög mikilvægt að endurvinna allt plast en því miður er mikið af plast er bara endurvinnanlegt í eitt skipti, það fer þó eftir tegund.
Vissir þú að við notum 50% af plasti aðeins einu sinni áður en við hendum því?
Þú getur orðið umhverfisvænni með því að nota taupoka í stað plastpoka þegar þú verslar í matinn og með því að endurvinna allt plast sem þú notar.
http://www.plastidjan.is/umhverfisahrif.html
http://ecowatch.com/2014/04/07/22-facts-plastic-pollution-10-things-can-do-about-it/

Gler
Gler er lífrænt efni sem er oftast búið til úr kísli fengnum úr sandi og fleiri efnum. Gler er notað víða, td. í glugga og flöskur. Gler myndast í náttúrunni þegar eldingu slær niður í sand eða við viss skilyrði í eldgosum. Glerframleiðsla nú til dags er afar mengandi og orsakar mikið af gróðurhúsagösum. Hægt að endurvinna gler endalaust án þess að það tapi gæðum en hinsvegar getur það tekið milljón ár fyrir gler að leysast upp í náttúrunni. Gler er ekki endurunnið á Íslandi þar sem kostnaðurinn er of mikill og að flytja það til útlanda er  svo mengandi að með því næðist lítill sem enginn árangur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Eina endurvinnslan á gleri sem á sér stað á Íslandi er sú að það er notað sem efsta lag á urðunarstöðvum til þess að koma í veg fyrir rottuurgang.
Vissir þú að menn hafa verið að búa til gler frá 4000 árum fyrir Krist?
Þú getur orðið umhverfisvænni með því að endurvinna allt gler sem þú notar.
http://www.endurvinnslan.is/frodleikur/
http://www.theglassrecyclingcompany.co.za/recycling-at-home-work-school/facts-about-glass/

Enginn af ofantöldu efnunum eru mjög umhverfisvæn þrátt fyrir að þau séu notuð í gríðarmiklu magni í nútíma lífi. Það er gott að hafa í huga hvaða afleiðingar lífshættir þínir hafa á jörðina og velja alltaf umhverfisvænni kostinn í öllum aðstæðum.

bottom of page