top of page

HVAÐ ER ENDURVINNSLA

Endurvinnsla er orð yfir það ferli að nýta sorp og gefa hlutum nýjan tilgang til að koma í veg fyrir óþarfa eyðslu á efnum sem hægt væri að nýta aftur og draga úr neyslu á hráefnum, orkunotkun, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Sorp sem hægt er að endurvinna er t.d. gler, pappír, málmar, malbik, bylgjupappi, fatnaður og sum plastefni. Moltugerð úr lífrænum úrgangi t.d. garðúrgangi og matarleifum telst líka endurvinnsla. Það eru margar ástæður fyrir því að það er gagnlegt fyrir umhverfið okkar að endurvinna, t.d. dregur það úr magni úrgangs sem sent er á ruslahauga og í brennslu, varðveitir náttúruauðlindir, s.s. timbur, vatn og steinefni, kemur í veg fyrir mengun, sparar orku og hjálpar til við að viðhalda umhverfinu fyrir komandi kynslóðir.

AFHVERJU Á ÉG AÐ FLOKKA?

Þegar við flokkum ekki þá fer allt ruslið sem við hefðum geta endurnýtt út í nátturuna, t.d. ef við flokkum ekki pappír þá þarf að höggva meira af trjám til að framleiða pappír sem annars hefði verið hægt að endurvinna. Þetta óþarfa skógarhögg ógnar líka  tilveru margra dýra. Það að flokka rusl er gott fyrir umhverfið, dregur hættu úr gróðurhúsaáhrifum og gerir þig meira meðvitanda um hvað er gert við ruslið þitt og hvert það fer. Það er auðvelt að flokka og með því bjargar þú heiminum sem þú býrð í.

bottom of page