top of page
HVAÐ ER GERT Í SORPU?

Sorpa er staður þar sem er tekið á móti úrgangi og hann flokkaður. Allt sem fer óflokkað í ruslatunnur okkar endar á einn eða annan hátt í náttúrunni. Óflokkaður úrgangur er brenndur eða brotnar niður á löngum tíma á urðunarstöðum. Á urðunarstöðum losna kemísk efni af ýmsu tagi sem brotna ekkert frekar niður heldur safnast fyrir í miklu magni í náttúrunni. Flokkun og endurvinnsla skiptir því gríðarlega miklu máli til þess að forða hráefnum frá því að verða mengunarþáttur í umhverfinu. Í Sorpu er hægt að fara með flest allt, til dæmis fatnað, timbur, plast, gler, pappír og málma. Það eru samt nokkrir hlutir sem ekki er hægt að endurvinna, t.d. tyggigúmmí, svampar eða einnota bleyjur. Úrgangur er í raun auðlind sem við ættum ekki að sóa. Með flokkun er hægt að nýta flestar tegundir úrgangsefna sem hráefni í nýjar vörur. Með því að flokka dósir ertu að sjá til þess að það þurfi ekki að búa til fleiri dósir heldur er hægt að endruvinna þær gömlu. Við berum öll ábyrgð á úrgangi sem kemur frá okkar heimilum og vinnustöðum og þurfðum að sjá til þess að þessi úrgangur verði flokkaður. Það verður bara breyting ef hver og einn byrjar að taka á þessum málum.

Heimildir

bottom of page