top of page
MOLTA

Hvað er molta og moltugerð?

Molta er jarðvegur (mold) úr lífrænum úrgangi. Hún myndast þegar lífrænn úrgangur brotar niður, ‏‏‏en það verður að vera ákveðinn raki og hiti í moltukassa svo að örverurnar geti brotið niður lífræna úrganginn. Moltugerð er mjög umhverfisvæn. Hún dregur úr úrgangi sem fer beint á ruslahauga og molta er einnig mjög góður og næringarríkur áburður sem hægt er að nota í eigin garð eða jafn vel selja til annarra. Við hendum rusli endalaust en u.þ.b 30% af öllu rusli er hægt að nota í moltugerð og önnur 50% er hægt að endurvin‎na með öðrum hætti. Með því að endurvinna allt sem þú getur er hægt að draga úr gróðurhúsaráhrifum og bjarga jörðinni hægt og rólega.

 

Moltugerð heima

Þú gætir með þér hugsað að moltugerð sé algjört vesen. En það er auðveldara en flestir halda og borgar sig af til lengri tíma. Til þess að byrja moltugerð þarftu moltugerðartunnu eða kassa, sem annað hvort er hægt að kaupa á gamur.is eða búa til þinn eigin úr t.d. við. Gott er að byrja moltugerð um haust með því að safna saman laufblöðum og nota þau sem botnlag, en einnig má nota gras sem búið er að slá, pappír og pappa, eggjaskeljar, tepoka, afganga eftir grænmeti og ávexti og margt fleira. Sumt lífrænt má samt ekki setja í moltu eins og kjöt, olíu, litaðan pappír, mjólkurafurðir og s‎‎ýktar plöntur.Til þess að viðhalda góðri moltugerð þarf súrefni og vatn að geta komist inn í tunnuna sem er auðvelt ef þú ert með tunnu sem loftar um og átt heima þar sem rignir oft, eins og á Íslandi. Síðan þarf að hræra í henni við og við, eða á nokkra mánaða fresti, en það loftar meira og hitar upp moltuna til þess að hún dafni vel.

 

Hvernig á að búa til moltugerðartunnu eða kassa?

Það eru margar mismunandi leiðir til þess að búa moltugerðartunnu eða kassa. Hér eru nokkrar góðar leiðir til þess að búa til sinn eiginn kassa og fer hentugasta aðferðin bara eftir smekk og aðgengileika.

 

http://www.wikihow.com/Build-a-Compost-Bin

http://www.treehugger.com/lawn-garden/4-diy-compost-bins-you-can-build-one-day-video.html

 

 

Heimildir / nánar

Hvernig myndast molta http://budgeting.thenest.com/compost-formed-31288.html

http://www.homecompostingmadeeasy.com/turningcompost.html

 

Moltugerðartunna http://www.gamur.is/vorur-og-%C3%BEjonusta/moltugerdartunna/

bottom of page