top of page
RUSL Í NÁTTÚRUNNI

Rusl hefur árhrif á okkur öll en það eru dýrin sem finna hvað mest fyrir þessu. Mörg sjávardýr eru að flækjast í plasti sem safnast fyrir í sjónum og borða plast sem þau halda sé matur og á endanum deyja þau hægum dauða. Margir sjávarfuglar halda að sumt rusl sé gott til að búa til hreiður og þá deyja oft ungarnir. Ruslið er ekki bara að hafa áhrif á sjávardýr heldur líka öll önnur dýr. Loftslagsbreytingar vegna hlýnunar jarðar eru að skemma heimili margra dýra sem geta bara lifað á köldum svæðum. Ruslið sem dýrin skaðast mest við er plast. Með því að flokka rusl, minnka plastneyslu og passa að henda aldrei rusli í náttúruna ertu að bjarga mörgum dýrum.

Hvað verður um ruslið sem hent er út á götu?

Þegar við hendum rusli úti á götu er það ekki bara sóðalegt heldur líka mjög skaðlegt fyrir okkur og heiminn. Ruslið sem við hendum endar alltaf á sama stað: Í sjónum eða vötnum. Vatnið verður þá mengað og mennirnir og dýrin fá síðan að finna fyrir því. Dýrin enda oft með því að borða ruslið eða festast í því sem veldur dauða þeirra. Ruslið sem við hendum safnast saman á götunum og bakteríur myndast. Dýr sem laðast að rusli borða þetta og geta þá dreift margskonar sjúkdómum. Þegar við hendum dósum eða einhverju sem gæti verið hægt að endurvinna þá erum við að láta framleiða meira af t.d flöskum og dósum og bókstaflega að búa til meira rusl. Þótt að heimurinn sé í slæmum málum með mikið magn af rusli þá eru nokkrar leiðir sem hver og einn getur farið til þess að hjálpa til. Að hætta að kaupa plastpoka þegar þú kaupir inn mat og nota taupoka í staðinnn, henda rusli í ruslatunnur og endurvinna ruslið sitt. Þetta vandamál mun ekki leysast af sjálfu sér svo hver og einn þarf að gera sitt til að bæta heiminn.

Heimildir

bottom of page