top of page

VIÐTAL VIÐ JÓN PÉTUR ZIMSEN, SKÓLASTJÓRA RÉTTARHOLTSSKÓLA

STARFSMENN RÉTTARHOLTSSKÓLA

Eiríkur Oddur Georgsson

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu? 

Við endurvinnum heima hjá mér, við endurvinnum plast, gler og annað.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Já, eg geri það stundum, en ég geri það oftar ef ég sé rusl út í náttúrunni. Það er um að gera að halda öllu hreinu hjá okkur.

Hrönn Bjarnþórsdóttir

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Já, ég endurvinn og sortera plast og blöð og fleira.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur? Já.

Guðlaug Magnúsdóttir

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Já, ég geri það. Ég geri það sem ég á að gera í Garðabæ. Ég flokka blöð, safna öllu lífrænu úr eldhúsinu og bý til mína eigin mold sem ég nota í garðinn minn. Ég fæ rosalega fína moltu og sé alltaf blómin mín brosa. Ég flokka ekki plast, við erum ekki komin þangað ennþá og Garðarbær gerir ekki kröfur þar. Svo flokka ég líka auðvitað plastflöskur, áldósir og glerflöskur.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Já, ef ég get, mér reyndar finnst það ekkert voðalega geðslegt ef ég er ekki með hanska og veit ekkert hvar það er búið að vera.

Jóhann Björnsson

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Já, eg fer með úrgang úr eldhúsinu og geri moltu. Ég flokka líka allan pappír, plast, garðaúrgang og úrgang úr eldhúsinu.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Já mjög oft, geri það stundum

Margrét Rósa Haraldsdóttir

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Já, eg reyni að endurvinna allt fyrir utan lífrænan úrgang því ég hef ekki aðstöðu til að gera moltu.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur? 

Nei, ég skal viðurkenna að ég geri það ekki

Haukur Dór Bragason

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Já, ég flokka plast, pappír og pappa og reyni að nota sem minnst af umbúðum.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Já, en ég sleppi því ef þetta er mjög subbulegt.

Mariella Thayer

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Já að því leytinu til að ég passa pappír og flöskur. 

Ertu búin að íhuga að byrja að flokka meira? Í raunninni ekki af því að ég veit að ég hef ekki alveg stuðning fjölskyldunnar.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Já, þegar ég labba framhjá nammibréfi sem liggur á jörðinni þá tek ég það upp.

Valdimar Helgasson

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu? 

Já, ég endurvinna allt sem er hægt að endurvinna og skila því á rétta staði.

Tekur þú upp rusl út á götu ef þú getur?

Stundum, fer eftir í hvaða stuði ég er.

Elsa Lyng Magnúsdóttir

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Já, ég endurvinn plast, pappír og gler.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Stundum, fyrir utan húsið mitt og ég tek upp rusl í skólanum.

Jóhann Gunnar Einarsson

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Ég er með bláa tunnu og þar set ég blöð og fernur en endurvinn ekkert fyrir utan það.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Það fer eftir ýmsu, ef það er stórt þá tek ég það upp en ég nenni ekki að taka upp lítið rusl og 

aldrei sígaretturpakka.

Ásta Ólafsdóttir

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Já, ég reyni, ég flokka og ef maður gerir við sokka þá er maður svo lítið að endurvinna og ég hugsa ekkert í ég hugsa jafnóðum.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Já, það hefur komið fyrir, svo framarlega að það sé ekki drulluskítugt og ógeðslegt. 

Fríða Guðlaugsdóttir

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu? 

Já, auðvitað geri ég það, er ekki í lagi með ykkur? Ég flokka allt. Ég fer meða allar sultukrukkur í gám á Kjarvalsstöðum, allar flöskur í endurvinnsluna of course og öll föt og allt sem ég er hætt að nota, en ekki hvað? Mér finnst þetta bara fáránleg spurning, ef það var einhver sem sagði "nei" þá vil ég fá að tala við þann einstakling.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Alltaf, ég get sagt ykkur það að ég er alger fasisti þegar það kemur að þessu. Dóttir mín labbaði einusinni með tyggjóklessu í örugglega 5 kílómetra því hún fann ekkert rusl. Hún er svo vel upp alin, hún er sko 4 ára, hún vissi það þá að maður hendir aldrei tyggjó á jörðina. Ég myndi bara aldrei gera þetta.

Guðný Soffía Marinósdóttir

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað geriru?

Já, ég geri það, ég er með skúffu hjá mér við hliðina á ruslinu þar sem ég er með kassa fyrir plast og ál en ég endurvinn ekki í moltu. Það er það eina sem ég endurvinn ekki en ég flokka allt annað.

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Mjög oft og sérstakalega á göngunum í Réttó tek ég það alltaf upp.

Sólveig Gyða Jónsdóttir

Endurvinnur þú heima hjá þér? Ef já, hvað gerirðu?

Já, ég er með moltu og náttúrlega er ég með plasttunnu og pappatunnu. Ég set áldósirnar sér í ruslatunnuna og skola þær og svo fer ég með batteríin og kerti og öll föt sem ég er hætt að nota í Rauða krossinn og bara allt sem hægt er að endurvinna. 

Tekur þú upp rusl úti á götu ef þú getur?

Það kemur fyrir ef ég sé ruslatunnu rétt hjá, fer reyndar eftir hvort mér finnst það of óhreint útaf hreinlætisástæðum.

bottom of page