top of page
MATARSÓUN

Matarsóun er mikið vandamál í dag og það er ekki talað um það nógu mikið. Það eru engar tölur um hvað Íslendingar eyða mikið af mat á ári en í Bandaríkjunum er eytt 40% af öllum mat. Í EU eru 88 milljón tonn af mat hent á hverju einasta ári. Samtals er áætlað að þriðjungi allra matvæla í heiminum sé sóað á hverju ári eða 1,3 milljarðar tonna á ári Þú gætir verið að hugsa „en matur brotnar niður auðveldlega og fljótlega út í náttúrunni, svo af hverju er það vandamál?“. Matarsóun er miklu meira vandamál en fólk gæti haldið. Það er mjög dýrt að framleiða mat og sérstaklega þegar kemur að kjöti deyja milljónir af dýrum á ári til einskis. 56 milljarðar húsdýra eru drepnir á hverju ári fyrir mat. Í bandaríkjunum eru 9 milljarðar húsdýra drepnir á hverju ári sem þýðir (ef miðað er við að 40% af öllum mat sé fargað) að 3,6 milljarðar eru drepnir og hent beint í ruslið. En matarsóun er ekki aðeins vandamál þegar  kemur að dýrum. Við framleiðum endalaust af mat sem er keyptur, borðaður eða honum hent en samt er hungursneyð gríðarlegt vandamál allstaðar í heiminum. Það deyja u.þ.b 21.000 manns á hverjum degi vegna hungurs eða heilsuvandamála sem eiga rætur til hungurs. Það deyr sirka ein manneskja á 4 sekúnda fresi eða 7,6 milljónir á hverju ári. Þetta er mjög sorglegt að sjá og allur þessi matur sem er sóað hefði getað bjargað milljónum mannslífa. Matur sem er hentur blandast oftast við annað rusl og maturinn er ekki endurunninn. Maturinn fer á urðunarstaði (e. landfill) og lífræni úrgangurinn nýtist ekki.

 

Hvað getur þú gert til þess að koma í veg fyrir matarsóun?
Það augljósasta er að klára matinn sinn af disknum, til þess að koma í veg fyrir matarsóun á disknum er mikilvægt að kaupa ekki mat sem er óþarfi, borða afganga, skammta matinn sinn rétt og ef maður er ennþá svangur fá sér bara meira. Þetta er það minnsta sem maður getur gert en það er líka hægt að gera endalaust af stærri hlutum. Einsog ef þú vinnur í
 

 

Heimildir / Nánar
http://www.animalequality.net/food
http://ec.europa.eu/food/safety/food_waste/index_en.htm
http://foodshift.net/?gclid=CJPU86Gi6MwCFU4o0wodRmwOfg
http://awfw.org/factory-farms/
http://www.poverty.com/
http://matarsoun.is/upplysingar.html

bottom of page